20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Húnvetningasaga

UppseldHúnvetninga saga greinir frá atburðum í Húnaþingi frá því skömmu fyrir 1700 til 1850. Þar koma við sögu Páll Vídalín, Bjarni Halldórsson á Þingeyrum, Natan Ketilsson og Skáld-Rósa, Björn Blöndal, Ísleifur seki og Þórdís á Vindhæli, svo nokkur séu nefnd, en einnig fjöldi annarra sem núlifandi Húnvetningar eiga ættir að rekja til. Sagt er frá sakamálum og slysförum, sóttum og harðindum, kýmilegum atvikum og ýmsu sem bregður ljósi á lifnaðarhætti forfeðranna. Í sögunni eru margar tækifærisvísur, ádeilukveðskapur og atburðavísur. Fjölmörgum einstaklingum er lýst, bæði að útliti og eðliskostum og gerð grein fyrir ættum þeirra. Jón Torfason íslenskufræðingur frá Torfalæk hefur búið ritið til prentunar. Hann hefur gert skýringar við ritið og ritað ítarlegan formála og tekið saman nafna- og atriðisorðaskrár. Auk þess eru í ritinu ættartölur helstu persóna sem við sögu koma, svo auðvelt er að tengja þær saman og eins er auðvelt að rekja ættir þeirra til núlifandi manna. Loks er þess að geta að í ritinu eru nokkrir uppdrættir af gömlum bæjarhúsum í Húnavatnssýslu teiknaðir af Þorsteini Konráðssyni.
1170 bls. | 3 bindi | 230 x 149 mm | 1999 | ISBN 9979-9333-0-5
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um sögu og sagnfræði. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um þjóðfræði. Skoðið nánar hér. [meira]