20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Listaætt á Austursveitum

Verð kr. 4.684,-
Tilboðsverð kr. 1990,-
Bók þessi fjallar um höfuðsnilling í skrautsmíði í málm til reiðtygja, og raunar í smíði yfirleitt, Skaftfellinginn Ólaf Þórarinsson bónda í Seglbúðum í Landbroti og víðar (1768-1840) og um niðja hans sem gátu sér frægðarorð í útskurði og málmsmíði. Hún nær yfir meira en 200 ár í sögu og tekur til 6 ættliða. Hún á sér hvað það varðar enga hliðstæðu í bókagerð. Verk Ólafs voru til skamms tíma öllum grafin og gleymd, hvíldu án höfundar í minjasöfnum innan lands og utan. Hér er löngu liðinn þjóðhagi líkt og vakinn til lífs. Bókin talar jafnframt sterku máli um safnstarf sem unnið hefur verið í Byggðasafninu í Skógum um meira en hálfrar aldar skeið og gert það að þjóðfrægri menningarstofnun.
187 bls. | 172 x 240 mm | 2006 | ISBN 9979-772-76-x
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um þjóðfræði. Skoðið nánar hér. [meira]