20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Að vera eða sýnast (kilja)
Gagnrýnin hugsun á tímum sjónarspilsins

Verð kr. 1.780,-
Tilboðsverð kr. 990,-
Bókin fjallar um þann margháttaða tilbúning sem er orðinn hluti veruleikans. Greint er hvað einkennir atganginn á markaðnum og á vettvangi stjórnmálanna. Fyrri hluti bókarinnar, Tilbúningurinn, fjallar um aðferðir þeirra sem bjóða almenningi vörur sínar, þjónustu, hugmyndir og hefðarspeki. Gagnrýnin beinist að kreddum, haldlitlum fullyrðingum og sjónarspili sem beinist að því að vekja athygli, auka sölu eða afla fylgis meðal kjósenda. Vísað er til annarra hugmynda um framfaraleiðir en þeirra sem mest er látið með. Seinni hlutinn, Veruleikinn, fjallar um aðferðir til að átta sig, sjá í gegnum fjölmiðluð látalæti, bull og blekkingar og rekja sundur varasaman heilaspuna. Þar er yfirlit um einkenni gagnrýninnar hugsunar, kröfur til málefnalegrar umræðu og fjallað um málnotkun og stílbrögð þeirra sem taka þátt í að túlka veruleikann og láta að sér kveða í baráttu um hugmyndalegt forræði, reyna að ráða sem mestu um mótun þess sem höfundurinn nefnir opinberan sannleika. Þar er átt við ríkjandi hugmyndir í fésýslu, stjórnsýslu og þjóðmálaumræðunni yfirleitt, oft mótaðar af þeim sem sitja valdastóla ríkisins og stórfyrirtækja en geta einnig vaxið upp af grasrótinni og eflst í mótbyr þar til nýjar hugmyndir verða ríkjandi. Skoðað er hvaða stoðir undir opinberum sannleika virðast fúnar og dreginn saman efniviður í haldbetri hugmyndasmíði. Segja má að leit að upplýsandi umræðuháttum og leið að sannkölluðu lýðræði gangi eins og rauður þráður gegnum verkið. Það miðar bæði að því að efla dómgreind lesandans - og hæfni til að tjá sig með markvissum hætti.
154 bls. | 122 x 195 mm | 2007 | ISBN 978-9979-772-82-8
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur lagt talsvert upp úr því að gefa út vönduð rit um samfélagsmál á liðnum árum. Úrvalið má sjá hér. [meira]