20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Opið land (kilja)
Staða Íslands í samfélagi þjóðanna

Verð kr. 1780,-
Tilboðsverð kr. 990,-
Í bókinni eru tengsl Íslands við umheiminn skoðuð út frá víðu sjónarhorni. Fjallað eru um meginþræði í utanríkisstefnu Íslands, meðal annars um tengslin yfir Atlantshafið og stöðu Íslands í Evrópusamrunanum. Einnig er rætt um afstöðuna til hnattvæðingar, innflytjenda, búfjötra og stöðu tungunnar svo nokkur svið samfélagsins séu nefnd.

Í bókinni er spurt um afstöðu Íslendinga til erlends samstarfs: Hvar á Ísland heima? Hver er staða landsins í samfélagi þjóðanna? Hvers vegna hafa Íslendingar verið tregir í taumi í evrópskri samvinnu? Hafa tengslin við Bandaríkin rofnað eftir að herinn fór? Af hverju óttumst við hnattvæðingu, innflytjendur, erlendar tungur og innflutt matvæli?

Eiríkur Bergmann Einarsson er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólanns á Bifröst. Eiríkur hefur um árabil rannsakað tengsl Íslands við umheiminn og eftir hann liggja fjölmörg rit á því sviði; bækur, ritgerðir, greinar og pistlar.

Umsagnir:

“Skemmtileg lesning, ... merkileg bók.”
Egill Helgason, Silfur Egils, Stöð 2, 25. mars 2007.

“Læsileg bók ... hægt að lesa hana eins og reyfara.”
Jóhann Hauksson, Morgunhaninn, Útvarpi Sögu, 27. mars 2007.

“Eiríkur Bergmann kemur sterkur inn í stjórnmálaumræðuna með bókinni sinni Opið land þar sem hann skoðar átökin á Íslandi undanfarna áratugi með því að skipta baráttumönnum í innilokunarfólk og opingáttarfólk – alþjóðasinna eða heimóttamenn. ... Bókin er skemmtileg aflestrar, upplýsandi og þarft innleggg í umræðuna ... Margar af ábendingum hans eru snallar og skemmtilegar.”
Börkur Gunnarsson, Viðskiptablaðið 4. maí 2007.

“Mjög skemmtileg lesning. Höfundur hefur skýra sýn og tekur afdráttarlausa afstöðu.”
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, á fundi Félags stjórnmálafræðinga í Þjóðminjasafninu 27. mars 2007

"... gott innleg í þjóðmálaumræðuna og skyldulesning fyrir þá sem hafa áhuga á þjóðmálum á Íslandi."
Hallur Magnússon. hallurmagg.blog.is, 27. mars 2007.

“Mjög fróðleg bók.”
Freyr Eyjólfsson, Síðdegisútvarp Rásar 2, 26. mars 2007.
138 bls. | 125 x195 mm | 2007 | ISBN 978-9979-772-84-2
Skrudda hefur lagt talsvert upp úr því að gefa út vönduð rit um samfélagsmál á liðnum árum. Úrvalið má sjá hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]