20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Velkominn til Bagdad
Ótti og örlög á vígvöllum stríðsins gegn hryðjuverkum

Verð kr. 3990,-
Tilboðsverð kr. 1490,-
Er líklegt að tilraunir Vesturlanda til uppbyggingar í Afganistan skili árangri? Hafa Bandaríkjamenn gert ægileg mistök með framgöngu sinni í Írak og með rekstri fangabúðanna í Guantanamo á Kúbu? Hvað verður um þau hundruð þúsunda Íraka sem flúið hafa blóðbaðið í heimalandi sínu? Eiga þeir sér nokkra von?
Davíð Logi Sigurðsson tekst m.a. á við þessar spurningar í bókinni enda nokkrar af helstu pólitísku spurningum samtímans. Hann hefur á undanförnum árum heimsótt mörg helstu átakasvæði heimsins. Hér gerir hann svonefnt stríð gegn hryðjuverkum að umtalsefni en í forgrunni er þó fólkið sem orðið hefur á vegi hans.
Davíð Logi hefur starfað á Morgunblaðinu í tæpan áratug. Hann hlaut í febrúar sl. blaðamannaverðlaun ársins 2006 fyrir skrif sín um alþjóðamál, einkum greinar um fangabúðirnar í Guantanamo og Íslensku friðargæsluna.
184 bls. | 150 x 230 mm | 2007 | ISBN 978-9979-655-06-0
Skrudda hefur lagt talsvert upp úr því að gefa út vönduð rit um samfélagsmál á liðnum árum. Úrvalið má sjá hér. [meira]