20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Skelmir Gottskálks

Verð kr. 3490,-
Tilboðsverð kr. 1745,-
Gordon, frændi Stefaníu, skrifaði hryllingsskáldsögur, eða svo hélt hún – þangað til hann dó og arfleiddi hana að eigum sínum. Þá komst hún að því, að þótt bækurnar hans væru hrollvekjur, þá voru þær ekki beinlínis skáldskapur.
Stefanía kastast út í ógnarveröld blóðsuga, illmenna og holmenna, en fær óvænta aðstoð: Frá spæjaranum snjalla, Skelmi Gottskálks, sem reyndar er ekki þessa heims, heldur beinagrind dauðs seiðkarls. Þegar hitnar í kolunum svo um munar, vill það Stefaníu til happs að hún er engin venjuleg 12 ára stelpa – og Skelmi til happs, að hann er þegar dauður.
Mun illskan hafa sigur? Munu Stefanía og Skelmir hætta að rífast nógu lengi til að ná að bjarga heiminum? En eitt er alveg víst: Myrku öflin munu ekki vita hvaðan á þau stendur veðrið.


Heimasíða Skelmis
344 bls. | 150x230 mm | 2007 | ISBN 978-9979-655-05-3
Það er engin lognmolla í kringum Skelmi Gottskálks. Önnur bókin um þessa stórkostlegu beinagrind er nú loksins komin. [meira]