20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Reykjavík
Út og inn

Verð kr. 4480,-
Tilboðsverð kr. 2240,-
Það er ofmælt að Ísland sé borgríki. Landið er viðáttumikið og fjölbreytt og fagurt og hinar dreifðu byggðir hafa enn mikilvægu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi. Á hinn bóginn búa meira en tveir þriðju landsmanna á tiltölulega litlu svæði í og við höfuðborgina Reykjavík og það er þar sem hlutirnir gerast!
Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur verið á ferð um Reykjavík og nágrenni og skoðað fólk og byggingar. Í þessari bók birtir hann niðurstöður sínar.
Reykjavík – sem ýmist má kalla minnstu heimsborg í veröldinni eða langstærsta smáþorpið – hefur aldrei áður birst jafn skýrt og greinilega og í myndum Braga. Hver borgarhluti um sig fær sinn kafla, hugað er að menningu og mannlífi, skipulagi og óreiðu, glæsileika og hvunndagslífi.
Illugi Jökulsson skrifar texta bókarinnar, rekur sögu borgarinnar og segir frá sérkennum hennar og þróun fram á þennan dag.
168 bls. | 230x280 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-22-0
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]