20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Lærðu að hægja á og fylgjast með

Verð kr. 2990,-Þessi bók er sérstaklega ætluð börnum sem glíma við erfiðleika sem tengjast athyglisbresti og ofvirkni. Bókinni er ætlað að vera nokkurs konar sjálfshjálpartæki fyrir börn á grunnskólaaldri og inniheldur aðgengilegar upplýsingar, góð ráð, leiðbeiningar og hvatningu sem gagnast við að takast á við daglegt líf á árangursríkan hátt.

Bókinni er skipt í fjóra meginkafla. Í fyrsta kafla svara börnin ýmsum spurningum um sjálf sig og venjur sínar og geta þannig betur áttað sig á veikleikum sínum. Næsti kafli fjallar um það fólk sem getur hjálpað börnunum að leysa vandann, svo sem lækna, sálfræðinga, námsráðgjafa og kennara. Þriðji kaflinn, sem jafnframt er stærsti hluti bókarinnar, veitir barninu fjölda hagnýtra ráða um það hvernig það getur sjálft hjálpað sér að lifa betra og ánægjulegra lífi. Loks sýnir lokakaflinn hvernig barnið getur tamið sér nýjar venjur með hjálp foreldra sinna. Alls staðar í bókinni eru tekin hversdagsleg dæmi til útskýringar á efninu og er bókin því sérlega aðgengileg, bæði fyrir börn og fullorðna. Í bókinni er einnig mikill fjöldi skemmtilegra mynda sem bæði útskýra efnið og gera það áhugaverðara.

Þótt efni bókarinnar miðist fyrst og fremst við þarfir barnanna sjálfra og sé skrifað út frá þeirra sjónarhorni, er hún einnig ómissandi fyrir foreldra, kennara og aðra sem tengjast börnum sem eru hvatvís og eiga bágt með einbeitingu og úthald. Höfundarnir, Kathleen G. Nadeau og Ellen B. Nixon, hafa báðar langa reynslu af vinnu við greiningu og meðferð vegna ADHD einkenna og fjölmargar bækur þeirra hafa notið mikilla vinsælda.
96 bls. | 152 x 227 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-26-8
Að vera foreldri er sennilegasta mikilvægasta verkefnið sem flest okkar takast á við. Uppeldi snýst alls ekki eingöngu um það að ala upp prúð börn ... [meira]
Starfsfólk skóla veit að hegðunar­erfiðleikar og agaleysi eru oft helstu hindranir góðs námsárangurs. Þegar leysa á hegðunarvanda í skólum er ... [meira]
Bætt hugsun – Betri líðan er spennandi, nýstárleg og hagnýt bók um hvernig nota má hugræna atferlismeðferð fyrir börn og ungmenni. Höfundurinn ... [meira]
Skrudda hefur gefið út þó nokkrar bækur um sálfræði og önnur félagsvísindi undanfarin ár. Skoðið úrvalið hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út sumar af bestu og vinsælustu barna- og unglingabókum heims í vönduðum þýðingum. Skoðið úrvalið. [meira]
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]