20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Litla stúlkan og sígarettan

Verð kr. 4680,-
Tilboðsverð kr. 2340,-
Lítil stúlka kemur að fertugum borgarstarfsmanni þar sem hann er að laumast til að reykja sígarettu inni á salerni í vinnunni. Hversdagslegt atvik sem þó er litið grafalvarlegum augum og hrindir af stað hryllilega fyndinni atburðarás sem sagnameistarar eins og Swift og Kafka hefðu verið fullsæmdir af.

Þetta er listilega fléttuð, spennandi og bráðsmellin saga sem gerist í ímynduðu en kunnuglegu framtíðarsamfélagi. Undir sakleysislegu yfirborðinu veltir höfundur fyrir sér áleitnum spurningum um ýmis málefni, svo sem hvort börn eða fullorðnir eigi að ráða ferðinni í samfélaginu, hvort ást og manngæska séu tegundir í útrýmingarhættu, hvort fjölmiðlar eigi að leysa dómstóla af hólmi og hvort það sé minni glæpur að myrða lögreglumann en að reykja í laumi.


Umsagnir:
Það sem hrífur mig mest í Litlu stúlkunni og sígarettunni er hvernig sagan varpar ljósi á innbyggða heimsku nútíma samfélags; svartur húmor sem snýr hreinasta hryllingi upp í töfrandi dauðadans.

– Milan Kundera


... háðsk ádeila á nútímasamfélagið ... pólitísk rétthugsun er allsráðandi en heilbrigð skynsemi og góðvild má sín lítils ... bráðskemmtileg bók og hressandi lesning í öllu því fári vondra bóka sem nú ríður yfir veröldina.

– Jón Þ. Þór, DV


Frábær bók, alveg frábær bók!

– Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni


... skyldulesning nú á tímum vaxandi heimsku og sefjunar. Stórmerkileg lesning.

– Bjarni Harðarson, Sunnlenska bókakaffið
180 bls. | 135 x 210 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-29-9
Skrudda hefur á liðnum árum gefið út talsvert af mögnuðum erlendum skáldsögum í vönduðum þýðingum. Sjáið úrvalið hér. [meira]