20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Funhildur
Öskurapi eða óperusöngkona

Verð kr. 2490,-
Tilboðsverð kr. 1490,-
Funhildur fæddist með einhverja þá háværustu rödd sem um getur. Öskrin sem bárust frá fæðingarheimilinu þegar danglað var í bossann á henni voru svo hrikaleg að í öllu hverfinu lyftust þökin af húsunum.
Þetta væri ekki í frásögur færandi ef óhljóðin hefðu aðeins heyrst þetta eina sinn. En það var öðru nær. Skerandi hávaðinn í Funhildi átti eftir að valda kostulegum uppákomum og koma henni og foreldrum hennar í margvísleg vandræði.
Ekki bætti úr skák að hún varð hin versta frekjudós og lærði fljótt að nota röddina til að ná sínu fram.
Bráðskemmtileg saga um stelpu sem veit ekkert hvað hún á að gera við skapið í sér.
Hvað gera foreldrar hennar í málinu? Hvernig fer fyrir svona stelpu?
134 bls. | 150 x 230 | 2008 | ISBN 978-9979-655-33-6
Allt frá stofnun forlagsins hefur Skrudda gefið út vandaðar íslenskar barna- og unglingabækur. Skoðið úrvalið hér. [meira]