20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Lottó

Verð kr. 4680,-
Tilboðsverð kr. 2340,-
Perry er með greindarvísitöluna 76 en hann er ekki heimskur. Amma hans kenndi honum allt sem hann þarf að vita til að komast af. Hún kenndi honum að skrifa hjá sér það sem hann þarf að muna. Hún kenndi honum að spila í Lottóinu í hverri viku. Og það sem mestu skiptir, hún sagði honum hverjum hún gæti treyst. Þegar Amma deyr er Perry þrjátíu og tveggja ára, einn í heiminum og allslaus. En þá vinnur hann tólf milljónir dala í Ríkislottóinu í Washington og kemst að því að hann á fleiri skyldmenni en hann hefur þörf fyrir. Í Lottó birtist skrautlegt samsafn fólks, gott og slæmt, hetjur og skúrkar. Frábærlega skrifuð bók um traust og tryggð og um það sem gerir okkur hæf til að lifa lífinu.

Hjartnæm, spennandi og merkileg saga um forríkan lítilmagna sem sýnir okkur hve lítið greindarvísitalan segir til um greind hans.
301 bls. | 150 x 230 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-31-2
Skrudda hefur á liðnum árum gefið út talsvert af mögnuðum erlendum skáldsögum í vönduðum þýðingum. Sjáið úrvalið hér. [meira]