20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Milli tveggja heima

Verð kr. 2490,-
Tilboðsverð kr. 990,-
Álfarnir búa úti í óbyggðum en tvisvar sinnum á ævinni setjast þeir að í húsum mannanna til að kynnast siðum þeirra.

Eik er húsálfur. Hún er sjö ára og býr með fjölskyldu sinni í sama húsi og mannafjölskylda. Óvæntur atburður veldur því að álfarnir verða að yfirgefa heimili mannfólksins fyrr en ætlað var og flytjast aftur til fyrri heimkynna. En samskiptum þeirra við mannafjölskylduna er ekki lokið ...

Hugljúft ævintýri um samskipti manna og álfa eftir Guðnýju S. Sigurðardóttur. Dóttir hennar, Júlía Guðmundsdóttir, myndskreytti bókina þegar hún var níu ára.
64 bls. | 200 x 280 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-34-3
Allt frá stofnun forlagsins hefur Skrudda gefið út vandaðar íslenskar barna- og unglingabækur. Skoðið úrvalið hér. [meira]