20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Íslensk þjóðfræði

Verð kr. 4990,-
Tilboðsverð kr. 4490,-
Þórður Tómasson í Skógum hefur allt frá barnsaldri haldið til haga íslenskri þjóðfræði í minningum og minjum. Stærsta minjasafn landsins utan Reykjavíkur, Byggðasafnið í Skógum, er orðið til fyrir elju hans og atbeina. Það er sótt heim ár hvert af tugþúsundum gesta, innlendra og útlendra. Frá hendi hans hafa komið út margar bækur um íslenska þjóðhætti, þjóðsögur og fjölþættan fróðleik frá liðinni tíð. Þessi, Íslensk þjóðfræði, er átjánda bók Þórðar. Hér er fjallað um heyskap, um æskuminningar Þórðar frá heyönnum, um forneskju tengda fjósum, um minjastaðinn merka, Stóru-Borg, um fornt handverk í spónasmíði, um hvannir til matar og heilsubótar, um huldufólk, um ættarfylgjur, svo að dæmi séu nefnd. Myndefni bókarinnar er mikilsvert. Þetta er réttnefnd sýnisbók þess sem Þórður hefur „komið undan kólgu/svo það kæfði ekki allt í sand.“
256 bls. | 170 x 240 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-40-4
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um þjóðfræði. Skoðið nánar hér. [meira]