20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Spor í sögu stéttar
Félag leikskólakennara 60 ára

Verð kr. 5980,-
Tilboðsverð kr. 4990,-
Í sextíu ár hafa leikskólakennarar átt ríkan þátt í uppeldi þjóðarinnar. Stéttin getur rakið rætur sínar til örfárra hugsjónakvenna, sem tóku höndum saman um að stofna félag utan um kjarabaráttu fyrstu útskriftarárganga Uppeldisskóla Sumargjafar. Í tímanna rás hefur margt áunnist og breyst, en eitt helst stöðugt: Leikskólakennarar eru fólk sem starfar af hugsjón og metnaði – fólk sem sinnir störfum sem skipta sköpum fyrir samfélagið. Spor í sögu stéttar segir sögu leikskólakennara frá sjónarhóli ríflega þrjátíu máttarstólpa sem tekið hafa þátt í mótun stéttarinnar. Þetta er lifandi saga, þar sem stoltið skín úr hverri frásögn.
213 bls. | 240 x 170 mm | 2010 | ISBN 978-9979-655-63-3
Leikskólakennaratal
Félag íslenskra leikskólakennara varð hálfrar aldar gamalt þann 6. febrúar árið 2000. Í tilefni af því var gefin út bók í tveimur bindum um sögu ... [meira]
Skrudda hefur frá stofnun gefið út vandaðar fræðibækur í glæsilegum útgáfum. Úrvalið má skoða hér. [meira]