20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Tröllaspor
Íslenskar tröllasögur 1

Verð kr. 5990,-
Tilboðsverð kr. 3999,-
Þegar menn tóku að flytjast til Íslands urðu þeir þess fljótt varir að í landinu voru fyrir á fleti ýmsar huldar vættir. Fyrirferðarmestar þeirra voru tröllin sem bjuggu á fjöllum uppi um land allt. Einnig slæddist nokkuð af tröllum eða hálftröllum hingað til lands á landnámsöld, einkum frá Noregi, en þar voru þau á hverju strái. Þetta voru varhugaverðar skepnur sem höfðu þó mörg einkenni manna. Landsmenn áttu mikil samskipti við tröllin, sérstaklega á fyrri öldum. Á síðari tímum virðist sem þeim hafi fækkað nokkuð og heyrir nú til undantekninga að þeirra verði vart.

Í þessu verki eru dregnar saman flestallar þekktar frásagnir af íslenskum tröllum. Þeim er raðað eftir landshlutum og í þessu fyrra bindi eru frásagnir frá Mýrdal í austri, vestur um land og norður í Skagafjörð.

Í bókinni er fjöldi mynda enda þótt ekki hafi enn tekist að ná góðum ljósmyndum af lifandi tröllum. Hins vegar hefur mörg tröll dagað uppi í aldanna rás og birtist fjöldi þeirra hér.
330 bls. | 150 x 230 | 2010 | ISBN 978-9979-655-74-9
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um þjóðfræði. Skoðið nánar hér. [meira]