20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Vindur í seglum
Saga verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum I

Verð kr. 6900,-Vindur í seglum segir frá fyrstu verkalýðsfélögum sem stofnuð voru á Vestfjörðum, viðbrögðum atvinnurekenda, kröfum verkafólks, hatrömmum pólitískum átökum, fyrstu rauðu bæjarstjórninni á Íslandi, verkfallsbaráttu og kosningasvindli.

Í bókinni er lýst tímum umbreytinga og uppbyggingar á Vestfjörðum. Þorp og bæir mynduðust við ströndina og ný viðhorf ruddu sér leið inn í vestfirskt samfélag. Verkafólk og sjómenn mynduðu samtök og kröfðust áhrifa undir merkjum jöfnuðar og réttlætis.

Fjallað er um örlög fyrstu verkalýðsfélaganna á Ísafirði, Þingeyri og Bíldudal; hvernig verkalýðsfélögin og jafnaðarmenn komust til valda á Ísafirði; hvernig verkalýðshreyfingin fetaði sín fyrstu skref í andstöðu við atvinnurekendavaldið í Hnífsdal og Bolungarvík, á Flateyri, í Súðavík og á Patreksfirði. Þá segir frá stofnun Alþýðusambands Vestfjarða og fyrstu starfsárum þess.

Útgefandi er Alþýðusamband Vestfjarða. Skrudda dreifir bókinni.
506 bls. | 240 x 170 | 2011 | ISBN 978-9979-655-75-6
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um sögu og sagnfræði. Skoðið nánar hér. [meira]