20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Augu Líru

Verð kr. 5690,-Nwankwo, yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Lagos í Nígeríu er að mati þarlendra ráðamanna farinn að hnýsast óþægilega mikið í þeirra mál. Til að bjarga lífi hans afræður norska leyniþjónustan að forða honum og fjölskyldu til Lundúna. Í Suður-Frakklandi tekur dómritarinn Felix þátt í leit um borð í lystisnekkju færeyska bankastjórans Stephensens eftir að lík eiginkonu hans hefur fundist í höfninni í Nice. Líra, blaðakona frá Sankti-Pétursborg heldur til Lundúna til að rannsaka ærið vafasöm viðskipti rússnesks athafnamanns og góðvinar þarlendra valdhafa, Sergeis Lússkís.

Þegar leiðir þeirra Líru, Felix og Nwankwos liggja fyrir tilviljun saman í Lundúnum komast þau á snoðir um að fleiri morð hafa verið framin og að þau tengjast á dularfullan hátt … Augu Líru er hágæða spennusaga skrifuð af mannlegu innsæi og yfirgripsmikilli þekkingu tveggja kvenna sem hafa kynnst skuggahliðum alþjóðlega fjármálaheimsins betur en flestir aðrir, en líka hetjusaga „litla mannsins“, fólks sem neitar að beygja sig undir ofurvald fjármagns og stjórnmála í baráttunni fyrir betri og réttlátari heimi.

„Augu Líru er miklu meira en góð afþreying. Bókin er líka áleitið umhugsunarefni fyrir þá sem héldu að fjármálakreppan hefði bara verið lítið hliðarspor í sögu heimskapítalismans.“
Christope Alix, Libération
295 bls. | 135 x 210 | 2012 | ISBN 978-9979-655-91-6
Skrudda hefur á undanförnum árum gefið mikið út af skáldverkum. Skoðið nánar hér. [meira]