20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Það skelfur
Endurminningar

Verð kr. 5990,-Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðlífi, allt frá því hann kom heim frá námi og hóf störf á Veðurstofu Íslands fyrir meira en 50 árum. Í þessari bók rekur hann fjölskyldusögu sína sem spannar meira en heila öld. Þetta er opinská saga um ást, harm og trygglyndi en um leið saga um baráttu fyrir réttlæti og jöfnuði.
Í bókinni lýsir Ragnar uppvexti sínum í Reykjavík, fólki og umhverfi sem urðu áhrifavaldar í lífi hans. Hann segir örlagasögur úr lífi foreldra sinna og forfeðra á Suðurlandi og Snæfellsnesi, frá háskólaárum sínum í Svíþjóð og hvernig hann tengdist sósíalískri hreyfingu og grasrótarstarfi á Íslandi og erlendis.
Ragnar varð snemma tákngervingur fyrir pólitískt andóf gegn hersetu Bandaríkjanna á Íslandi, Víetnamstríðinu, og fyrir baráttu íslenskrar alþýðu fyrir bættum kjörum og betra þjóðfélagi. Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti þessarar baráttu, einkum frá tímabilinu frá 1966 og fram á áttunda áratuginn.
Þá segir hann einnig reynslusögur úr starfi sínu sem einn helsti jarðskjálftafræðingur landsins og frá rannsóknum sínum og annarra sem miða að því að spá fyrir um jarðskjálfta.
Það skelfur er baráttusaga, bæði pólitískt og á sviði vísinda þar sem þetta tvennt fer stundum saman.
329 bls. | 153 x 230 | 2013 | ISBN 978-9935-458-14-8
Skrudda hefur gefið út fjölmargar ævisögur og endurminningar. Skoðið nánar hér. [meira]