20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Illur fengur

Verð kr. 4990,-Illur fengur segir frá langri afbrotasögu í afskekktu héraði við Breiðafjörð á öndverðri 20. öld. Heimilisfólk á bæ í miðri sveit kemst upp með stórtækan sauðaþjófnað í áratugi og að því er virðist í skjóli sýslumanns sem jafnframt er þingmaður sýslunnar. Nágrannabændur kæra æ ofan í æ en verður ekki ágengt. Réttarhöld fara fram og skýrslur teknar af kærendum og meintum sauðaþjófum en þær lenda allar í harðlæstum skúffum sýslumanns.

Það er svo ekki fyrr en sauðaþjófarnir færa sig upp á skaftið og taka til við annars konar og augljósari afbrot í sveitinni að héraðsmönnum er ofboðið. Sýslumaður heldur uppi réttarhöldum en í miðjum klíðum tekur dómsmálaráðherra landsins suður í Reykjavík málin í sínar hendur. Þau eru ekki lengur í höndum sýslumanns Dalamanna, heldur er það sjálfur lögreglustjórinn í Reykjavík sem skipaður er rannsóknardómari í málinu. Er það svo með næsta ævintýralegum hætti að meintur sakamaður er ginntur suður til Reykjavíkur með aðstoð hómópata sveitarinnar og héraðslæknis við Breiðafjörð vegna handarmeins. Hann er á leið á Landspítalann með handarmeinið en í Reykjavík tekur einn af vörðum laganna á móti honum við skipshlið en ekki neinn heilbrigðisstarfsmaður frá Landspítalanum. Um þetta þegja öll málsskjöl en upphefst ófyrirséð atburðarás með miklum afleiðingum.
132 bls. | 135 x 210 | 2014 | ISBN 978-9935-458-20-9
Skrudda hefur á liðnum árum gefið út talsvert af vönduðum íslenskum skáldsögum. Sjáið úrvalið hér. [meira]