20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Löður daganna

Verð kr. 3699,-Löður daganna fjallar um hóp ungs vinafólks og ærslafengna leit þess að ást og hamingju í litríkri Parísarborg eftirstríðsáranna. Aðalpersónurnar eru ungur, vellauðugur og fallegur jassunnandi, Colin, Chloé kærastan hans, heimspekiunnandinn og mannvitsbrekkan Chick vinur hans og Alise vinkona hans, auk þess sem listakokkurinn og einkabílstjórinn Nicolas kemur allnokkuð við sögu. Allt leikur í lyndi hjá þeim, þau njóta lífsins í botn, dansa furðulega dansa, drekka hanastél sem blandað er í slaghörpu og borða skrýtinn og skemmtilegan mat. Skyndilega veikist Chloé af dularfullum ólæknandi sjúkdómi og dimmur skuggi leggst yfir líf þeirra.

Löður daganna er ástarsaga þar sem dansað er kank­víslega á mörkum draums og veruleika, hversdags og óskhyggju, en sagan er um leið óður til lífsins, ástarinnar og tónlistarinnar, einkum jasstónlistarinnar.

Sagan kom fyrst út árið 1947 er nú talin með merkustu skáldsögum Frakka á 20. öld. Sagan hefur alla tíð notið gríðarlegra vinsælda, tvisvar verið kvikmynduð, gerð eftir henni ópera, teiknimynd og margoft verið sett á svið. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal þrisvar á ensku.

Boris Vian (1920–1959) var franskur verkfræðingur, uppfinningamaður, rithöfundur, lagasmiður og jassmaður.

Friðrik Rafnsson íslenskaði og skrifar eftirmála.
271 bls. | 122 x 195 | 2016 | ISBN 9789935458414
Skrudda hefur á liðnum árum gefið út talsvert af mögnuðum erlendum skáldsögum í vönduðum þýðingum. Sjáið úrvalið hér. [meira]