20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Tíu dagar sem skóku heiminn

Verð kr. 3999,-John Reed fæddist árið 1887 í Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Hann ólst upp hjá vel stæðum foreldrum og hlaut menntun við Harvard. Hann skapaði sér fljótt feril sem blaðamaður við ýmis blöð og tímarit, og fékk vaxandi áhuga á samfélagslegum málefnum.

Í september 1917 kom John til Petrograd í Rússlandi til að fylgjast með þeim miklu atburðum sem þar voru í uppsiglingu. Hann fylgdist gaumgæfilega með aðdraganda og framvindu Októberbyltingarinnar, bæði í herbúðum helstu aðila átakanna, og viðhorfum og atburðum í samfélaginu.

Hann fór heim snemma árs 1918 og hóf að skrifa bókina, Tíu dagar sem skóku heiminn, um atburði byltingarinnar. Jafnframt tók hann þátt í uppgjöri innan sósíalískrar hreyfingar í Bandaríkjunum. Árið 1919 fór John aftur til Rússlands og sat annað þing Komintern í mars 1920. Hann veiktist af taugaveiki og lést um haustið 1920. John Reed var mikils metinn í Rússlandi og var grafinn í Kremlarmúr.

John Reed skrifaði nokkrar bækur, en Tíu dagar sem skóku heiminn er þekktasta og mikilvægasta bók hans. Hún er einnig einstök í hópi bóka um byltinguna, vegna þess hvað hún gefur víða mynd af atburðum, og setur þá í samhengi.
299 bls. | 210 x 135 | 2017 | ISBN 978-9935-458-70-4
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um sögu og sagnfræði. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur lagt talsvert upp úr því að gefa út vönduð rit um samfélagsmál á liðnum árum. Úrvalið má sjá hér. [meira]