20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Tímamót

Verð kr. 5999,-Tímamót er lykilskáldsaga eftir Þorstein Gíslason skáld og ritstjóra og fjallar um Ísland um aldamótin 1900. Þorsteinn samdi söguna á efstu æviárum sínum, sennilega eftir að hann flutti og birti útvarpsfyrirlestra sína 1936 um stjórnmálasögu Íslands 1896-1918. Eins og málari sem telur tryggast að bera lit á hús og veggi í tveimur umferðum svo málningin endist betur og áferðin verði jafnari virðist Þorsteinn hafa talið aldamótaárin og umhleypingana sem fylgdu þeim mikilvægari en svo að þurr sagnfræði dygði ein sér til að gera þessum tímamótum viðhlítandi skil. Sé þessi ágiskun rétt kaus hann að tvísegja söguna, fyrst af þröngum sjónarhóli sagnfræðingsins og annálaritarans og síðan aftur af víðfeðmum og frjálsum útsýnishóli skáldsins til að freista þess að mála fjölbreyttari og skarpari myndir af aldarfarinu, hugmyndaheimi fólksins, ástandi landsins og stjórnmálabaráttunni. Ekki verður þó séð að höfundurinn hafi tekið sér skáldaleyfi til að halla á nokkurn mann eða málstað.
280 bls. | 135 x 210 | 2020 | ISBN 978-9935-458-96-4
Skrudda hefur á undanförnum árum gefið mikið út af skáldverkum. Skoðið nánar hér. [meira]