20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Frjáls eins og fuglinn
Ný útgáfa

Verð kr. 6999,-Í þessari bók rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minningar sínar en jafnframt er bókin yfirlit um ljósmyndaferil hans sem spannar meira en 60 ár. Mats Wibe Lund fæddist í Ósló i Noregi 1937. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við fornleifauppgröftinn í Skálholti. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var staðsett í sama húsi og sendiráð Íslands í Ósló. Ljósmyndamenntun sína fékk Mats í norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Hann fluttist alkominn til Íslands árið 1966 ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, en hafði þá margsinnis dvalist hér um lengri eða skemmri tíma. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni, fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrettstúdíó í Reykjavík, en hinn seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á nú mikið safn mynda, jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af flestum sveitabýlum og eyðibýlum á Íslandi. Úr tölvuvæddu ljósmyndasafni sínu dreifir hann landkynningar- og skreytingamyndum um allan heim. Mats hefur oft sýnt myndir sínar á einkasýningum og samsýningum bæði hér heima og erlendis.
215 bls. | 210 x 250 | 2020 | ISBN 978-9935-458-99-5
Skrudda hefur gefið út fjölmargar ævisögur og endurminningar. Skoðið nánar hér. [meira]