20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Spegill fyrir skuggabaldur
Atvinnubann og misbeiting valds

Verð kr. 3999,-Í þessari bók skyggnist Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir undir blæjuna sem umlykur spillingu og fyrirgreiðslupólitík á Íslandi. Hún greinir frá reynslu fólks sem orðið hefur fyrir atvinnubanni og misbeitingu ráðningarvalds. Samhliða bregður hún sögulegu ljósi á hvernig atvinnurekendavald og klíkustjórnmál hafa spunnið sameiginlega valdaþræði í íslensku samfélagi. Ólína lyftir hér hulunni af gamalgróinni meinsemd: Fjölmiðlar, vísindasamfélag og launþegasamtök þurfa að verjast árásum og áhrifasókn sterkra hagsmuna- og stjórnmálaafla. Einstaklingar taka áhættu með orðspor sitt og afkomu ef ekki er dansað í takt við hljóðpípu valdhafa. Meiru skiptir hvaða flokk þú styður og hverja þú þekkir en hvað þú getur. Afhjúpandi og áhrifarík bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum. Umsagnir: „Spegill fyrir skuggabaldur dregur fram hvernig atvinnuöryggi er ógnað enn í dag og minnir okkur á hversu mikilvæg baráttan fyrir öruggri vinnu og þar með framfærslu hefur verið og er enn.“ (Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands) „Skörp og hvöss gagnrýni á fyrirgreiðslu og spillingu á Íslandi. Tímabær bók.“ (Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði)
252 bls. | 135x210 | 2020 | ISBN 978-9935-520-09-8
Ný bók eftir Þór Saari fjallar um þann fjölþætta vanda sem lögjafarsamkoma Íslendinga á við að stríða. Í bókinni er að finna harða gagnrýni á ... [meira]
Skrudda hefur lagt talsvert upp úr því að gefa út vönduð rit um samfélagsmál á liðnum árum. Úrvalið má sjá hér. [meira]