20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Staldraðu við

Verð kr. 3999,-Ólafur Friðrik Magnússon er læknir og fv. borgarstjóri í Reykjavík sem á undanförnum árum hefur fengist við ljóða- og lagagerð. Eftir hann hafa komið út tveir geisladiskar, Ég elska lífið, árið 2016 og Vinátta, árið 2017. Árið 2019 kom út hans fyrsta ljóðabók, Ástkæra landið. Nú kemur út önnur ljóðabók Ólafs og henni fylgir geisladiskur, hvor tveggja undir nafninu Staldraðu við. Um er að ræða 156 ljóð og 12 lög. Lögin eru við ljóð Ólafs, langafa hans, Magnúsar Jónssonar á Sólvangi og þjóðskáldsins Hannesar Hafstein. Eins og á fyrri geisladiskum Ólafs, er hann í nánu samstarfi við hljóðfæraleikarana Vilhjálm Guðjónsson og Gunnar Þórðarson, og söngkonuna Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur.
83 bls. | 153 x 230 | 2020 | ISBN 9789935520135
Ólafur Friðrik Magnússon, er fæddur á Akureyri árið 1952, Eyfirðingur og Vestmannaeyingur að uppruna. Hann er læknir að mennt og hefur frá árinu 1976 ... [meira]
Skrudda hefur gefið út nokkrar ljóðabækur á liðnum árum. Skoðið nánar hér. [meira]