20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Þórsmörk
Land og saga

UppseldÞórsmörk skipar sérstakan sess í hugum þeirra tugþúsunda Íslendinga sem þangað hafa komið og notið þessarar einstöku náttúruperlu. Í bókinni gerir Þórður Tómasson safnvörður í Skógum skilmerkilega grein fyrir Þórsmörkinni og sögu hennar. Söguna rekur hann allt frá landnámsöld, er Ásbjörn Reyrketilsson og Steinfiður bróðir hans námu þar land. Auk þess er í bókinni að finna lýsingu á nánasta umhverfi Þórsmerkur, svo sem Langanesi, Stakkholti og Goðalandi. Þá segir einnig frá nýtingu landsins á árum áður til beitar og skógarhöggs, en höfundurinn sjálfur kynntist af eigin raun smalamennsku á þessum forna afrétti Eyfellinga. Síðast en ekki síst er lýst þeim umskiptum sem orðið hafa á gróðri eftir að Þórsmörk var friðuð. Bókin er litprentuð með yfir 300 gömlum og nýjum ljósmyndum, auk fjölda leiða- og örnefnakorta.
304 bls. | 245 x 180 mm | 1996 | ISBN 9979-9184-8-9
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um þjóðfræði. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um náttúrufræði. Skoðið nánar hér. [meira]