20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Horfinn heimur
Árið 1900 í nærmynd

UppseldMeð því að lesa landsmálablöð ársins 1900, endurfann höfundur fréttalandslag gamla samfélagsins. Verkið skiptist í sex hluta: að fá heiminn í hús sem fjallar um blaðaútgáfu; "olnbogabörn hjá samgöngufærunum" um samgöngur og efnisöflun blaðanna; háski á sjó og landi um spennufréttir; guð hjálpar þeim sem hjálpast að um læknavísindi og líknarmál; kyrrstaða og framfarir sem er samfélagslýsing byggð á fréttum árins og heimsmál sem hræra landann sem greinir heimsmynd íslensks aldamótafólks. Þetta er nýstárleg bók, „micro-sagnfræðileg“ greining og lýsing á einu ári Íslandssögunnar, árinu 1900. Flugið er lækkað yfir því ári, fuglasýn haldið en um leið litið nær landinu og fólkinu en venjuleg sagnfræði gerir. Með þessu fæst nálæg og hversdagsleg sýn á allskonar mál, stór og smá.
304 bls. | 230 x 139 mm | 2002 | ISBN 9979-772-22-0
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um sögu og sagnfræði. Skoðið nánar hér. [meira]