20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Seiður lands og sagna II
Söguslóðir á Suðurlandi

Verð kr. 7.499,-Annað bindið í ritröðinni Seiður lands og sagna eftir Gísla Sigurðsson, fyrrum ritstjóra Lesbókar Morgunblaðsins. Hér er farið yfir magnaða söguslóð austan úr Fljótshlíð og vestur í Biskupstungur. Jafnframt er fjallað um sérstæða náttúru á þessu svæði þar sem Hekla er í öndvegi og stórárnar Þjórsá og Hvítá. Brugðið er ljósi á nútíma stórbúskap í Skarði á Landi og Bræðratungu, svo og breytta búskaparhætti í öllum uppsveitum Suðurlands. Hér fléttast saman Njáluslóðir, yfirráðasvæði Oddaverja og Haukdæla og margþætt saga Skálholts. Við kynnumst afburðafólki frá liðnum öldum, allt frá Gunnari á Hlíðarenda til Klængs biskups í Skálholti, Gissurar jarls og Vísa-Gísla. Glæsilegt yfirlitrit yfir náttúru og sögu Suðurlands. Í ritinu eru um 400 ljósmyndir, teikningar og kort.
376 bls. | 235 x 309 mm | 2003 | ISBN 9979-772-24-7
Seiður Lands og Sagna er glæsilegur bókaflokkur um land, þjóð og sögu. Ríkulega myndskreyttar og óvenju vel skrifaðar bækur sem allir geta sökkt sér ... [meira]