20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Æskuljóð hvíta mannsins

Verð kr. 1490,-Safn ljóða sem Ólafur Haukur hefur dregið saman úr ljóðabókum sínum. Ljóðabækurnar Unglingarnir í eldofninum, Má ég eiga við þig orð, Rauði svifnökkvinn og Rauða og svarta bókin vöktu athygli þegar þær komu út fyrir þær sakir að skáldið horfðist beint í augu við samtíðina, hugsunin var skýr og orðfærið hnitmiðað og skemmtilegt. Ljóðin hafa sum hver ratað inn í safnrit og skólabækur, en ljóðabækurnar eru löngu uppseldar, og því hefur orðið að ráði að fá skáldið sjálft til að raða saman í eitt bindi, eins konar „húslestrabók“, þeim ljóðum sem hann hefur mestar mætur á. Æskuljóð Hvíta mannsins er bók sem allir nýir og gamlir lesendur Ólafs Hauks Símonarson hljóta að taka fagnandi. Bókin er skreytt með teikningum Alfreðs Flóka og hafa sumar þeirra aldrei áður komið fyrir almennings sjónir.
80 bls. | 145 x 215 mm | 2003 | ISBN 9979-772-27-1
Skrudda hefur gefið út nokkrar ljóðabækur á liðnum árum. Skoðið nánar hér. [meira]