20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Seiður lands og sagna III
Áfangastaðir Suðvestanlands

Verð kr. 7.499,-Hér eins og í fyrri bókum í þessari ritröð er efnið tvískipt. Ljósmyndirnar sýna flestar ýmis brot af Suðvesturlandi en auk þeirra er brugðið upp eldri myndum. Í náttúru þessa landshluta er mjög ólíka fegurð að finna, allt frá brimssorfinni strönd Reykjaness og brennisteinshveri í Krýsuvík til hæsta foss landsins í Hvalfirði, stærsta hvers á jörðinni í Deildartungu, fegurðar Húsafells og Kaldadals. Helztu áfangastaðir bókarinnar eru Herdísarvík, Krýsuvík, Grindavík, Reykjanes, Hvalsnes, Stafnes, Básendar og fyrrum byggð í Hraunum. Þarnæst er viðkoma á Elliðavatni, ýmsum stöðum við Esjurætur, á Hvalfjarðarströnd og í Botni, á Hvanneyri, Hvítárvöllum, Bæ, Reykholti og Húsafelli. Merkilegt og minnisstætt fólk er meginumfjöllunarefni í bókartextanum. Áherzlan er á einstakar persónur sem standa uppúr. Við förum hingað og þangað um tímann, hittum Einar Benediktsson í Herdísarvík, Hallgrím Pétursson og Guðríði á Hvalsnesi, sjáum Kristján skrifara veginn á Kirkjubóli, hittum Benedikt Sveinsson assessor og frú Valgerði á Elliðavatni, kynnumst Búa Andríðssyni úr Kjalnesingasögu og merkum Kjalnesingum frá síðustu öld. Við Hvalfjörð rekumst við á Hörð Grímkelsson og Geir fóstbróður hans í Geirshólma, hittum Sveinbjörn allsherjargoða á Draghálsi og Magnús Stephensen á Leirá. Norðan Skarðsheiðar heimsækjum við þjóðhagann Þórð blinda á Mófellsstöðum, kynnumst skólahaldi Sigurðar Þórólfssonar á Hvítárbakka, lífsháttum og veizlum hjá Snorra Surlusyni í Reykholti; einnig merkum Húsfellingum, allt frá séra Snorra til brautryðjandans Kristleifs Þorsteinssonar og listamannsins Páls Guðmundssonar.
359 bls. | 235 x 309 mm | 2004 | ISBN 9979-772-34-4
Seiður Lands og Sagna er glæsilegur bókaflokkur um land, þjóð og sögu. Ríkulega myndskreyttar og óvenju vel skrifaðar bækur sem allir geta sökkt sér ... [meira]