20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Heilagur sannleikur

Verð kr. 3.745,-
Tilboðsverð kr. 1490,-
Flosi hefur alla tíð haft alveg óskaplega mikinn áhuga á kvenfólki. Alveg frá því að hann man fyrst eftir sér. Eða eins og segir í ritverkinu Heilagur sannleikur:

Ég minnist þess að þegar félagar mínir í Miðbæjarskólanum voru í bófahasar, Tarsanleikjum eðaþá að smíða flugvélamódel og safna frímerkjum, þá lá ég einhverstaðar á afviknum stað og hugsaði um kvenfólk. Þegar ég var níu og tíu ára grét ég mig í svefn á hverju kvöldi, tættur af ástarsorg og aldrei út af sama kvenmanninum. Ég var með kvenfólk á heilanum. Og er enn. Það gefur auga leið að maður sem lungann af heilli öld einbeitir sér að jafn afmörkuðu umhugsunarefni og konan er fer ósjálfrátt að öðlast meiri þekkingu á fyrirbrigðinu en hinir sem eru sífellt að hugsa um eitthvað annað en kvenfólk.
163 bls. | 215 x 142 mm | 2004 | ISBN 9979-772-35-2
Skrudda hefur gefið út fjölmargar ævisögur og endurminningar. Skoðið nánar hér. [meira]