20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Jöklaveröld
Náttúra og mannlíf

UppseldHér er um að ræða mikið ritverk í ritstjórn Helga Björnssonar jöklafræðings sem hefur verið lengi í smíðum og er skrifað af fjölmörgum fræðimönnum á ýmsum sviðum. Bókin skiptist í 11 kafla og er meginviðfangsefnið náttúra Vatnajökuls og mannlíf við rætur hans.
Egill Jónsson fjallar m.a. um sambýli Austur-Skaftfellinga við Vatnajökul allt frá landnámstíð. Sveinn Runólfsson skrifar um landkosti og landbætur í Austur-Skaftafellssýslu, gróðurskilyrði og gróðurfar og þá þróun sem hefur átt sér stað í landkostum í Austur-Skaftafellssýslu af náttúrunnar og manna völdum, einkum á síðustu áratugum. Páll Bergþórsson, fv. veðurstofustjóri, skrifar kafla sem hann kallar Tilraunasal veðranna og gerir þar grein fyrir loftslagi og jöklabreytingum allt frá landnámi og áhrif veðurfars á efnahag. Páll Imsland jarðfræðingur skrifar um landsig og landris í Hornafirði af völdum litlu-ísaldar og áhrif á náttúrufar og mannlíf. Jón Jónsson, jarðfræðingur gerir grein fyrir jarðsögu svæðisins og Guðmundur Ómar Friðleifsson skrifar um fornar eldstöðvar við Hornafjörð. Helgi Björnsson og Finnur Pálsson lýsa nýjum rannsóknum á landi undir jöklum í Austur-Skaftafellssýslu. Í bókina skrifa ennfremur tveir sænskir Íslandsvinir. Carl Mannerfelt sem tók þátt í Sænsk-íslenska rannsóknaleiðangrinum á Vatnajökul 1936 og greinir hann frá minningum úr þeirri ferð og Gunnar Hoppe sem segir frá rannsóknaferðum Svía til Íslands, fyrr og nú. Þá skrifar jarðfræðingurinn Sverrir Scheving Thorsteinsson, um kynni sín af snjó og ís. Loks skrifar Sven Þ. Sigurðsson minningarbrot sem hann hefur tekið saman úr dagbókum föður síns, Sigurðar Þórarinssonar. Með öllum greinum fylgir mikill fjöldi ljósmynda sem teknar hafa verið sl. 70 ár.

Með bókinni fylgir margmiðlunardiskur sem Egill Vignisson hjá Beisik hefur unnið. Þar er efnið fengið úr hinni stórbrotnu náttúrusögu Austur-Skaftafellssýslu og skiptist í fjóra kafla: Landshættir fyrir einni öld, Á flugi í jöklaríki, Ný þekking úr jöklaheimum og Landið grær. Höfundar eru þeir sömu og skipa ritnefnd bókarinnar en það eru: Sveinn Runólfsson, Egill Jónsson og Helgi Björnsson.
412 bls. | 172 x 240 mm | 2004 | ISBN 9979-772-38-7
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um náttúrufræði. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um sögu og sagnfræði. Skoðið nánar hér. [meira]