20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Guantánamo
Herferð gegn mannréttindum

Verð kr. 2.806,-
Tilboðsverð kr. 990,-
Delta-búðirnar við Guantánamo-flóa á Kúbu eru umdeildasta fangelsi í heiminum. Enn sitja þar um 600 fangar án dóms og laga, réttindalausir með öllu. Eru þetta harðsvíruðustu hryðjuverkamenn al-Kaída eins og Bush-stjórnin heldur fram? Og hefur fangelsun þeirra reynst árangursrík í stríðinu gegn hryðjuverkum, komið í veg fyrir frekari ódæði og aflað mikilvægra upplýsinga?

David Rose leitast við að svara þessum spurningum í bókinni. Hann heimsótti búðirnar á síðasta ári og tók viðtöl við fangaverði, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk, m.a. fangelsisstjórann. Hann lýsir í bókinni hinu kæfandi andrúmslofti sem þar ríkir, sífelldum árásum á fanga, og andlegu og líkamlegu harðræði. Í Guantánamo er margra alda gömlum hugmyndum um meðferð fanga varpað fyrir róða sem sýnir okkur að í stríðinu gegn hryðjuverkum verða mannréttindi fyrst til að hverfa.


Sláandi greinargerð um kerfisbundnar pyntingar á 600 föngum, þar sem kastljósinu er beint að vafasömu gildi hinna „gríðarlega mikilvægu upplýsinga“ sem „uppskornar“ hafa verið. – Scotland on Sunday, 31. okt. 2004

Með Guantánamo hefur David Rose sent frá sér ádeilu sem byggir á ítarlegum rannsóknum. Hann er rekinn áfram af reiðiþrunginni réttlætiskennd án þess þó að það hafi áhrif á efnistök ... Rose á svo sannarlega skilið að bók hans sé lesin. – San Francisco Chronicle, 21. nóv. 2004

Í hinni áhrifamiklu bók, Guantánamo – Herferð gegn hryðjuverkum, eftir blaðamanninn David Rose, kemur berlega í ljós hvaða brot Bush og Blair fremja um þessar mundir. – The Independent

Af öllum þeim bókum sem ég hef mælt með á þessu ári er Guantánamo sú mikilvægasta. Þú verður að lesa hana. Svo einfalt er það.
– The Guardian, 30. okt. 2004

Glögg og yfirgripsmikil úttekt. Ískaldur áfellisdómur yfir ríkisstjórn Bandaríkjanna. – Harold Pinter

Heimasíða Davids
166 bls. | 145 x 215 mm | 2004 | ISBN 9979-772-40-9
Skrudda hefur lagt talsvert upp úr því að gefa út vönduð rit um samfélagsmál á liðnum árum. Úrvalið má sjá hér. [meira]