20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Með köldu blóði (kilja)

Verð kr. 1774,-Tveir unglingar eru myrtir í skólanum og morðinginn, uppgjafahermaður og einfari, fremur síðan sjálfsmorð. Í sjálfu sér er ekkert leyndardómsfullt við þetta ... nema ástæðan, að áliti lögreglunnar. Málið leiðir John Rebus lögregluvarðstjóra ofan í fortíð morðingjans en einnig ofan í sína eigin fortíð. Morðinginn átti vini og óvini á ólíklegustu stöðum, jafnt meðal stjórnmálamanna sem ungra Gota, og skildi eftir sig slóð leyndarmála og lyga.

En Rebus horfist einnig í augu við eigin vandamál. Smákrimmi, sem hefur ofsótt Siobhan Clarke, aðstoðarvarðstjóra, finnst látinn – brenndur inni á heimili sínu. Og Rebus er nýkominn af sjúkrahúsi, skaðbrenndur á báðum höndum ...

Ian Rankin segir frá bókinni

Gagnrýni

Það er eitthvað við breska krimma sem er öðruvísi og heillandi. Þessi bók er engin undantekning. Rannsóknarlögreglumaðurinn Rebus er drykkfelldur náungi sem er skemmdur af of nánu samneyti við undirheima og eilífum vonbrigðum með yfirboðara sína. Félagi hans, lögreglukonan Siophan Clarke, hefði getað verið heppnari með samstarfsfélaga. Saman rannsaka þau mál þar sem fyrrverandi sérsveitarmaður gengur berserksgang í skóla og myrðir tvo nemendur áður en hann fremur sjálfsmorð. Rebus er sjálfur í klemmu eftir að maður sem haft hefur í hótunum við samstarfskonuna brennur inni. Rebus er með slæm brunasár og rannsóknin beinist að honum. Málin taka óvænta stefnu og flókna eftir því sem á rannsókn skólamorðanna líður.
Það er erfitt að festa hendur á því hvað það er sem breskir krimmar hafa við sig, en þarna er allt til staðar. Söguhetjan er upp á kant við yfirmenn sína, hann er sterk persóna og félagi hans verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum af einkalífi og vandamálum söguhetjunnar. Eins og gjarnan verður með þessar sögupersónur er einkalífið í rúst og starfið virðist vera það sem Rebus lifir fyrir. Þess á milli drekkur hann af miklum krafti.
Þessi spennusaga er vel heppnuð, nokkuð hæg á köflum, en ekki truflandi. Velkomin viðbót í skáp glæpasagnaunnandans. Höfundurinn, Ian Rankin, er þekktur fyrir góða krimma og þess má einnig geta að gerðir hafa verið sjónvarpsþættir um Rebus sem sýndir hafa verið hér á landi.
Ingólfur Júlíusson á www.kistan.is
380 bls. | 122 x 195 mm | 2005 | ISBN 9979-772-41-7
Bækurnar og sjónvarps- þættirnir um Rebus hafa slegið í gegn um allan heim. Skrudda hefur nú gefið út fimm spennuþrungna krimma um Rebus. [meira]