20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Refskák (kilja)

Verð kr. 1774,-Morðingi gengur laus í Edinborg. Hver unglingsstúlkan af annarri finnst kyrkt. Hinn sukksami aðstoðarvarðstjóri, John Rebus er einn þeirra sem eltast við illvirkjann. En brátt kemur í ljós að morðinginn virðist eiga eitthvert erindi við Rebus, því honum berast undarleg skilaboð í hvert skipti sem nýtt morð er framið: bandspottar með hnútum og krossar úr eldspýtum. Hann skilur hvorki upp né niður og á meðan fjölgar fórnarlömbunum ...

Refskák er fyrsta bókin í Rebus-seríunni og nauðsynlegur inngangur að seinni bókum Rankins um þennan einstaka lögregluforingja. Ian Rankin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti spennusagnahöfundur Breta og er um þessar mundir á hátindi ferils síns. Bækur hans seljast í milljónaupplögum um allan heim og hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál.

Einn fremsti krimmahöfundur samtímans.
– Árni Þórarinsson, Mbl.

Ian Rankin er eitt allra stærsta nafnið í breskum glæpasagnabókmenntum.
– Ekstra bladet
192 bls. | 122 x 195 mm | 2005 | ISBN 9979-772-45-X
Bækurnar og sjónvarps- þættirnir um Rebus hafa slegið í gegn um allan heim. Skrudda hefur nú gefið út fimm spennuþrungna krimma um Rebus. [meira]