20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Garðblómabókin
Handbók um fjölærar skrautjurtir og sumarblóm

Verð kr. 4990,-Garðblómabókin kemur nú út í aukinni og endurskoðaðri útgáfu en fyrsta útgáfa bókarinnar, sem kom út árið 1995, er löngu uppseld. Talsverðar breytingar hafa orðið á garðblómaflóru á Íslandi síðastliðinn áratug. Í bókinni er þeim breytingum komið til skila. Umfjöllun um fjölmargar nýjar tegundir hefur verið bætt inn í bókina, en í henni er fjallað um öll algengustu garðblóm í görðum landsmanna. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka þegar hún kom fyrst út.

Í bókinni
eru inngangskaflar þar sem m.a. er fjallað um nafngiftir plantna, ræktun, fjölgun og umhirðu garðblóma, jarðveg, áburð, safnhauga, skjól í görðum, sólreiti, blómabeð, steinhæðir og steinbeð, plöntuval í blómabeð, sumarblóm, lauk- og hnýðisjurtir, grasflatir og blómaengi

er fjallað um 63 ættir burkna, tvíkímblöðunga og einkímblöðunga

er fjallað um yfir 400 ættkvíslir og einkennum þeirra lýst

er fjallað um nokkuð á annað þúsund tegundir garðblóma og auk þess fjölmörg afbrigði þeirra, tilbrigði og sortir

eru tæplega 800 litmyndir af garðblómum í íslenskum görðum

eru íslenskar og latneskar skrár yfir öll plöntunöfn

eru m.a. skrár yfir steinhæðaplöntur, skuggþolnar plöntur, hávaxnar plöntur, blaðfagrar plöntur, sígrænar plöntur, vor- og síðblómstrandi plöntur, þekju- og klifurplöntur og skrár yfir plöntur eftir blómalitum, t.d. plöntur með hvítum blómum, rauðum eða bláum

er umfjöllun um langflestar tegundir, afbrigði og sortir garðblóma sem reynd hafa verið í íslenskum görðum og gefið hafa góða raun.

Í þessari útgáfu eru á annað hundrað nýjar litmyndir, auk umfjöllunar um 2 nýjar ættir, 28 nýjar ættkvíslir og meira en 100 nýjar tegundir.
480 bls. | 170 x 240 mm | 2005 | ISBN 9979-772-44-1
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um náttúrufræði. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]