20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Fiskisagan flýgur

Verð kr. 5.613,-
Tilboðsverð kr. 2490,-
Íslendingar búa við ein bestu lífsskilyrði sem þekkjast meðal þjóða heims og geta að miklu leyti þakkað það gjöfulum fiskimiðum umhverfis landið. En veiðarnar hafa krafist áræðis og seiglu enda landið staðsett úti á miðju Norður-Atlantshafi þar sem sjómenn þurfa að glíma við óblíða veðráttu. Í landi hafa fiskverkendur og verkafólk löngum lagt á sig langan vinnudag við úrvinnslu hráefnisins. Um þetta er fjallað í máli og myndum í þessari bók.

Í bókinni birtist fjöldi ljósmynda eftir Kristin Benediktsson ljósmyndara. Hann tók þær á sjó og í sjávarplássum vítt og breitt um landið á árunum 1976–1979. Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur ritar texta bókarinnar. Saman veita myndir og texti fágæta innsýn í störf sjómanna og íslenskan sjávarútveg.

Fjallað er almennt um stöðu sjávarútvegsins og einstakra greina hans á þessum árum. Meðal annars er farið er í róður með skuttogara, rækjubáti, humarbáti, skelbáti, loðnuskipi, síldveiðiskipum og hefðbundnum vertíðarbátum.

Bókin kemur einnig út á ensku: Fishing in the North Atlantic.
192 bls. | 235 x 310 mm | 2005 | ISBN 9979-772-47-6
Skrudda hefur gefið út fjölmargar bækur um sögu og sagnfræði. Skoðið nánar hér. [meira]
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]