20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Háspenna - lífshætta
Sigurfinnur Jónsson skotveiðimaður

Verð kr. 990,-Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki hefur allt frá barnæsku gengið fram af samborgurum sínum með glæfralegu háttalagi. Á vorin seig hann eftir eggjum í Drangey og kleif björg þar sem talið var illfært eða helst ófært. Og alltaf var riffillinn innan seilingar. Þá hefur Sigurfinnur stundað laxveiðar í Blöndu um áratugaskeið. Rúmlega fertugur að aldri lenti hann í hrikalegu slysi sem fátítt er að menn lifi af. Hann fékk í gegnum sig 11.000 volta háspennustraum og missti við það vinstri handlegginn upp að olnboga ásamt mestum hluta vöðvanna upp að öxl. Að auki brunni lærisvöðvar á hægra fæti inn að beini. En á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Sigurfinni að ná sér eftir slysið og í dag er hann einn þekktasti og færasti skotveiðimaður landsins. Saga Sigurfinns er rituð af sveitunga hans, Árna Gunnarssyni frá Reykjum á Reykjaströnd.
222 bls. | 230 x 149 mm | 1999 | ISBN 9979-9399-9-0
Skrudda hefur gefið út fjölmargar ævisögur og endurminningar. Skoðið nánar hér. [meira]