20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Skip Navigation Links
Hestur guðanna
Ljósmyndir af íslenska hestinum

Verð kr. 3.745,-Hesturinn hefur fylgt íslensku þjóðinni frá upphafi. Allt frá landnámi og langt fram á 20. öld var hann Íslendingum svo mikilvægur við brauðstrit, ferðir og flutninga að í raun má segja að hér hefði verið óbúandi án hans. Hlutverk hans hefur tekið stakkaskiptum; nú er hesturinn eiganda sínum ómissandi félagi. Hestamennska er orðin lífsstíll og tómstundaiðja þúsunda Íslendinga.
Í þessari bók er íslenska hestinum fylgt um landið. Fjallað er um samskipti hests og manns, farið með fjallmönnum á afrétt og þeim fylgt eftir við fjárrekstur auk þess sem hestaferðum eru gerð skil. Við kynnumst frjálsu lífi stóðsins til fjalla og heiða og í einstakri myndröð fylgjumst við með hryssu þar sem hún kastar úti í guðsgrænni náttúrunni, karar folaldið, kemur því á spena og styður það fyrstu skrefin út í lífið.
Höfundur bókarinnar, Anna Fjóla Gísladóttir, hefur allt frá barnæsku notið samveru með hestum og er löngu kunn fyrir ljósmyndir sínar af þessari einstöku skepnu. Þær myndir hennar sem hér birtast á bók eru afrakstur áratuga þrotlausrar vinnu við krefjandi og ögrandi viðfangsefni.

Bókin kemur út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.
160 bls. | 200 x 260 mm | 2006 | ISBN 9979-772-69-7
Skrudda hefur gefið út margs kyns vandaðar handbækur um ólíkustu efni. Skoðið nánar hér. [meira]