20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

17. nóv. 2008
Síðustu bækurnar komnar í verslanir

Síðustu bækurnar sem koma út hjá Skruddu þetta árið fóru í verslanir um helgina. Þar af eru fjórar eftir íslenska höfunda. Gunnar Gunnarsson fréttamaður hjá RÚV og margreyndur glæpasagnahöfundur kemur nú með nýja bók eftir langt hlé. Hún heitir AF MÉR ER ÞAÐ HELST AÐ FRÉTTA ... og fjallar um fréttamann sem hefur steypt sér í botnlausar skuldir og leitar allra leiða til að leysa vandann. Hörkuspennandi saga um glæframenni og glæpi þeirra. Níels Rúnar Gíslason er ungur höfundur sem hefur ritað ævisögu Dags Sigurðarsonar skálds, GOTT Á PAKKIÐ. Þetta er krassandi bók um einn umdeildasta listamann Íslendinga á síðustu öld. ÓÐUR TIL STEINSINS er sérlega athyglisverð bók eftir Aldísi B. Björnsdóttur sem geymir áhrifamiklar frásagnir íslenskra kvenna af örlagaríkum atburðum í lífi þeirra. Loks er komin út skemmtileg ævintýrabók handa börnum eftir mæðgurnar Guðnýju S. Sigurðardóttur og Júlíu Guðmundsdóttir sem heitir MILLI TVEGGJA HEIMA og fjallar um samskipti manna og álfa.
20. okt. 2008
Alkasamfélagið á topp 10

Bók Orra Harðarsonar, Alkasamfélagið, fór beint inn á metsölulista Eymundsson þegar hún kom út í byrjun október. Í síðustu viku bætti hún um betur og fór inn á aðallistann yfir 10 söluhæstu bækurnar. Þá er einnig augljóst á bloggi síðustu vikna að bókin hefur vakið mikla athygli. Litla stúlkan og sígarettan eftir franska rithöfundinn Benoit Duteurtre fékk frábæra dóma í Kiljunni þann 8. okt. síðastliðinn og fór í kjölfarið beint í 5. sæti á skáldverkalista Eymundsson. Þá hefur ljóðabók Ingimars Erlends, Hvíta kista, setið á sama lista í tvær vikur.
05. okt. 2008
Alkasamfélagið

Bók Orra Harðarsonar, Alkasamfélagið, fór í verslanir á föstudaginn. Hennar hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu. Í sunnudagsblaði Mbl. er ítarlegt viðtal við Orra þar sem hann fjallar um bókina, meðferðarbransann, AA-samtökin og um baráttu sína við Bakkus.
26. sep. 2008
Nýjar bækur

Í dag koma út tvær nýjar bækur frá Skruddu, skáldsagan Litla stúlkan og sígarettan eftir franska rithöfundinn Benoit Duteurtre. Hann hefur vakið mikla athygli á síðustu árum og er um þessar mundir talinn einn af athyglisverðustu höfundum Frakka. Litla stúlkan og sígarettan hefur átt stóran þátt í að vekja athygli á Duteurtre og hefur bókin þegar verið þýdd á yfir 20 tungumál. Friðrik Rafnsson þýddi bókina.

Þá kemur einnig út merkileg bók handa skólum og foreldrum sem heitir Til fyrirmyndar –heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun eftir Jeff Sprague og Annemieke Golly í þýðingu Reynis Harðarsonar. Þessi bók fjallar um hvernig bæta má aga og þar með námsárangur í skólum með tiltölulega einföldum aðferðum.

Í næstu viku kemur út bókin Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson og hefur hún þegar vakið óskipta athygli enda þótt hún sé enn ekki komin út! Sérlega athyglisverð bók um alkóhólisma, áfengismeðferð, AA-samtökin og þær leiðir sem íslenskum alkóhólistum bjóðast til að ná tökum á vanda sínum.

Loks kemur í næstu viku merkileg ljóðabók eftir Ingimar Erlend Sigurðsson sem nefnist Hvítakista. Mögnuð ljóðabók um ástina, dauðann og trúna og ríkulega myndskreytt af höfundi.
02. sep. 2008
Ný bók um ofvirkni og athyglisbrest

Út er komin bókin Lærðu að hægja á og fylgjast með eftir Kathleen G. Nadeau og Ellen B. Dixon í þýðingu Gyðu Haraldsdóttur sálfræðings. Bókin kemur út í tengslum við Afmælisráðstefnu ADHD samtakanna sem haldin verður nú í september. Hún er sérstaklega ætluð börnum sem glíma við erfiðleika sem tengjast athyglisbresti og ofvirkni. Bókinni er ætlað að vera nokkurs konar sjálfshjálpartæki fyrir börn á grunnskólaaldri og inniheldur aðgengilegar upplýsingar, góð ráð, leiðbeiningar og hvatningu sem gagnast við að takast á við daglegt líf á árangursríkan hátt.
Efni bókarinnar miðast fyrst og fremst við þarfir barnanna sjálfra og er skrifað út frá þeirra sjónarhorni, en hún einnig ómissandi fyrir foreldra, kennara og aðra sem tengjast börnum sem eru hvatvís og eiga í bágt með einbeitingu og úthald. ADHD samtökin og Janssen-Cilag styrkja útgáfu bókarinnar.
28. maí 2008
Hvað er sagnfræði? – Ný bók

Í dag kom út bókin Hvað er sagnfræði? – Rannsóknir og miðlun í ritstjórn Guðna Th. Jóhannessonar og Guðbrands Benediktssonar. Í ritinu birtast flestir þeirra 18 fyrirlestra sem fluttir voru á hádegisfundum Sagnfræðingafélagsins veturinn 2006-2007. Ritinu er ætlað að veita innsýn í stöðu íslenskrar sagnfræði við upphaf nýrrar aldar og vekja umræður um ýmsar meginspurningar sem snúa að sagnfræðilegum rannsóknum og miðlun sögulegrar þekkingar.

Bókin er gefin út í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands.
20. maí 2008
Ný Reykjavíkurbók

Í lok vikunnar kemur út ný bók, Reykjavík – Út og inn, eftir Braga Þór Jósefsson ljósmyndara og Illuga Jökulsson ritstjóra. Bókin er bæði ætluð útlendingum sem vilja kynnast borginni nánar, og Íslendingum sjálfum, því auk þess að vera glæsileg ljósmyndabók er hún jafnframt full af nytsamlegum og skemmtilegum upplýsingum um borgina og nágrenni hennar. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Skruddu.
19. maí 2008
Lagerútsala í Örfirisey

Um helginar opnaði Skrudda útsölu á lager fyrirtækisins í samvinnu við nokkrar aðrar útgáfur. Þar er hægt að kaupa bækur og geisladiska á frábæru verði. Á útsölunni er hægt að fá nýjar bækur jafnt sem gamlar. Útsalan er á Hólmaslóð 2 í Örfirisey og er opið kl. 13-19 alla daga til 25. maí.
17. nóv. 2007
Nýjar bækur frá Skruddu

Bækurnar hafa verið að streyma inn á lagerinn hjá Skruddu síðustu vikurnar og eru nú nánast allar komnar úr prentsmiðju. Meðal nýrra bóka má nefna nýja skáldsögu eftir Björn Th. Björnsson, sem hann lauk við skömmu fyrir andlát sitt í sumar. Þá hefur Ágúst Borgþór Sverrisson gefið út fyrstu skáldsögu sína sem hlotið hefur fína dóma. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður á Mbl. hefur skrifað merkilega bók um um hið svonefnda stíð gegn hryðjuverkum. Þá er komin út bókin Morðið á Laugalæk sem fjallar um frægt morðmál frá árinu 1968 sem aldrei tókst að leysa. Þetta er hörkuspennandi frásögn sem varpar alveg nýju ljósi á þetta dularfulla mál. Ólafur Ormsson, er með frábæra enduminningabók frá æskuárum sínum í Keflavík sem hann nefnir Ævintýraþorpið. Á heimasíðunni er frekari umfjöllun um allar bækurnar sem út koma á þessu ári.
18. okt. 2007
Nýju bækurnar streyma inn

Nú eru nýjar bækur farnar að flæða inn á lager Skruddu og var 11 nýjum bókum dreift í verslanir í byrjun þessarar viku. Alls gefur Skrudda út 30 bækur þetta árið og má búast við að þær verði allar komnar í hús fyrir 10. nóvember. Á heimasíðunni má sjá þá titla sem komnir eru út, en af tæknilegum ástæðum höfum við ekki getað hlaðið inn myndum af bókunum. Það ætti þó að komast í lag allra næstu daga.
Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta 
Þessi ævisaga franska rithöfundarins Honoré de Balzacs er síðasta bók austurríska rithöfundarins Stefans Zweig. Þó að honum hafi ekki tekist að ganga ... [meira]
This book illustrates in text and images upwards of 140 huts, old and new, that have been built throughout Iceland. The book contains a vast amount ... [meira]
Ármann Dalmannsson fékkst við skáldskap frá unga aldri og gaf út tvær ljóðabækur, Ljóð af lausum blöðum og Fræ. Á efri árum fór hann að setja saman ... [meira]
Í sextíu ár hafa leikskólakennarar átt ríkan þátt í uppeldi þjóðarinnar. Stéttin getur rakið rætur sínar til örfárra hugsjónakvenna, sem tóku höndum ... [meira]
Gegnum augu mín horfa önnur augu. Þau stara á þennan huga, þetta hjarta. Þessi orð. Svo segir í fyrsta kvæði þessarar bókar. Ljóðin eru ... [meira]
1. bindi:
Æfiágrip íslenskra sagnfræðinga á 19. og 20. öld. Aftast í bókinni er fjallað um félög sagnfræðinga, einkum Sagnfræðingafélags ... [meira]
Í þessari bók rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minningar sínar en jafnframt er bókin yfirlit um ljósmyndaferil hans sem spannar meira en 60 ... [meira]