20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku

Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. nóvember kemur barnabókin Skrímslið litla systir mín út á færeysku ásamt geisladiski með tónlist Eivara Pálsdóttur úr samnefndri leiksýningu.
Bókin kom út á íslensku í september sl. og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Bókmenntagagnrýnandi Fréttablaðsins gaf henni fjórar stjörnur og sagði m.a. „Eins og aðrar fyrsta flokks barnabækur höfðar bókin bæði til barna og fullorðinna“ og að þarna væri á ferðinni „vönduð og fallega framreidd barnabók með boðskap sem á erindi við marga.“
Helga Arnalds og leikhúsið 10 fingur munu sýna Skrímslið litla systir mín tvisvar sinnum í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn á sunnudaginn og eftir sýninguna verður Eivör Pálsdóttir með tónleika fyrir börn og fullorðna.
Björk Bjarkadóttir sem myndskreytti bókina mun svo leiða börnin í gegnum skapandi smiðju þar sem börnin fá að skapa sjálf með litum og pappír.
Allt er þetta hluti af Bókadögum sem haldnir eru á vegum rithöfundafélags Færeyja í samstarfi við Norðurlandahúsið.
16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag

Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, peningavalds og glæpasamtaka.
15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin

Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda barnabókin. Dæmisögur Esóps eru löngu klassískt verk og er elsta íslenska þýðingin frá því á 17. öld. Sú útgáfa sem nú kemur út er ríkulega myndskreytt og í henni birtast allar þekktustu sögurnar úr þessum 2500 ára sagnabálki.
03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin

Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir besta fræðirit ársins.

Umsagnir:

... þetta er Sveppabókin, sem allir áhugamenn um þessar dularfullu lífverur þurfa að eiga og lesa.
– Sölvi Sveinsson, Mbl., 2. des.

Alveg stórmerkileg bók.
– Egill Helgason, Kiljan, 1. des.

Þessi bók á erindi við alla náttúruunnendur Íslands og er skyldueign, því hún opnar heilt ríki fyrir okkur.
– Bjarni D. Sigurðsson, RÚV, 22. jan.

Stórbrotið fræðirit og frumsmíð um smágerða veröld sveppa á Íslandi sem byggir á hálfrar aldar rannsóknum með grundvallandi nýyrðasmíð.
– Viðurkenningaráð Hagþenkis
11. nóv. 2010
Nýjar bækur

Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku sjávarplássi og er líklega með bestu bókum Ólafs Hauks. Einnig kemur út bókin L7 - Hrafnar, sóleyjar og myrra eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Helga Sverrisson. Bókin er ætluð börnum og unglingum og er spennusaga úr nútímanum. Bókin hefur þegar verið kvikmynduð og verður myndin frumsýnd í febrúar 2011.
03. nóv. 2010
Draumabók Freuds

Íslensk þýðing á hinni frægu bók Freuds um drauma er komin út hjá Skruddu. Í bókinni kynnir Freud aðferð sína við túlkun drauma en sú aðferð er grundvöllur allra draumaráðningabóka sem síðan hafa komið út. Sigurjón Björnsson prófessor þýddi bókina.
03. nóv. 2010
Sveppabókin komin út

Sveppabókin eftir Helga Hallgrímsson er komin út. Hún er afrakstur áratuga vinnu höfundarins og mikill fengur fyrir alla áhugamenn um íslenska náttúru. Bókin er yfir 600 síður, með um 800 myndum. Í bókinni geta sveppaáhugamenn fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um sveppi á Íslandi. Bókin er ekki síður mikilvæg fyrir fræðimenn enda hefur aldrei áður komið út sambærileg bók á Íslandi.
04. nóv. 2009
Tvær nýjar skáldsögur

Út er komin ný bók eftir Ólaf Hauk Símonarson, Fuglalíf á Framnesvegi og er hún sjálfstætt framhald Flugu á vegg sem kom út í fyrra. Hér heldur Ólafur Haukur áfram að rekja uppvaxtarsögu drengsins í Vesturbænum á sinn hugljúfa og gamansama hátt. Þá er einnig komin út ný bók eftir Elías Snæland Jónsson, Rúnagaldur, hörkuspennandi sögu þar sem fléttast saman arfur nasismans, norræn goðafræði og íslenskur veruleiki. Magnaður skáldskapur!
04. nóv. 2009
Flosi er á fleygiferð

Bók Flosa heitins Ólafssonar, Í Kvosinni, situr nú í öðru sæti í flokki ævisagna og í sjöunda sæti yfir allar seldar bækur í Eymundsson. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því bókin er hreint út sagt frábær skemmtun. Flosi rifjar hér upp ýmis spaugileg atvik úr æsku sinni og raunar fram á fullorðinsár. Eins og venjulega er Flosa ekkert heilagt og skýtur örvum sínum í allar áttir.
03. nóv. 2009
Nýjar ævisögur

Það liggur í loftinu er saga Birnu Óladóttur og Dagbjarts Einarssonar útgerðarmanns í Grindavík eftir Jónas Jónasson útvarpsmann. Í bókinni rekur Jónas Jónasson sögu þeirra. Bókin er opinská enda eru Birna og Dagbjartur hrein og bein og óhrædd við að segja frá viðkvæmum einkamálum sínum. En bókin er ekki síður saga dugmikils fólks sem með áræðni og vinnusemi byggði upp öflugt fyrirtæki og getur með stolti litið yfir farinn veg. Þá er komin út bókin Þjófur, fíkill, falsari – Sjálfsævisaga síbrotamanns eftir Guðberg Guðmundsson. Hann hóf ungur afbrotaferil sinn, var fyrst dæmdur á Litla Hraun aðeins sautján ára og sat samtals í fangelsum í yfir 20 ár á Íslandi og víða erlendis áður en hann sneri við blaðinu. Höfundur er sérlega berorður um eigið líf og mannlýsingar eru beinskeyttar og óvægnar, hvort sem hann fjallar um samferðamenn sína á glæpabrautinni eða aðra þá sem hann átti samskipti við. Bókin er í senn raunsönn lýsing á hlutskipti þeirra sem lenda upp á kant við samfélagið og jafnframt einstök frásögn af íslenskum undirheimum.
Fyrri 1 2 3 4 5 6 Næsta 
Stalín er, eins og Hitler, persónugervingur hins illa en jafnframt einn af þeim sem mótuðu heiminn eins og hann er í dag. Í þessari spennuþrungnu ... [meira]
Icelanders enjoy one of the highest standards of living in the world, primarily because of the riches of the seas around their shores. However, ... [meira]
Hve hratt vex mannslíkaminn? Hvert er stærsta líffæri líkamans? Hvers vegna bogna beinin? Finndu svör við þessum spurningum og fjölda annarra. ... [meira]
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var stofnað árið 1970 og hefur alla tíð verið eitt umsvifamesta ráðuneytið í stjórnkerfinu. Í þessu riti er ... [meira]
Vindur í seglum segir frá fyrstu verkalýðsfélögum sem stofnuð voru á Vestfjörðum, viðbrögðum atvinnurekenda, kröfum verkafólks, hatrömmum ... [meira]
Morðingi gengur laus í Edinborg. Hver unglingsstúlkan af annarri finnst kyrkt. Hinn sukksami aðstoðarvarðstjóri, John Rebus er einn þeirra sem eltast ... [meira]