20. nóv. 2013
Skrímslið litla systir mín kemur út á færeysku
Enn er Skrímslið litla systir mín að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Næstkomandi föstudag, 22. ... [meira]

16. okt. 2012
Skáldsaga eftir Evu Joly kemur út í dag
Skáldsaga Evu Joly og Judith Perrignon kemur í verslanir í dag. Hörkuspennandi saga úr fjármálaheiminum þar sem fléttast saman þræðir stjórnmála, ... [meira]

15. des. 2011
Dæmisögur Esóps besta þýdda barnabókin
Bóksalar veittu í gær verðlaun þeim bókum sem þeim þykja bestar þetta árið. Í þeim hópi var bókin Dæmisögur Esóps sem kosin var besta þýdda ... [meira]

03. feb. 2011
Helgi hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin
Helgi Hallgrímsson hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Fyrr í vikunni var bókin tilnefnd til ... [meira]

11. nóv. 2010
Nýjar bækur
Á morgun koma út tvær nýjar bækur hjá Skruddu. Ólafur Haukur Símonarson sendir nú frá sér bókina Ein báran stök sem er mögnuð saga úr íslensku ... [meira]

Ólafur Haukur Símonarson

Ólafur Haukur Símonarson fæddist 24. ágúst 1947 í Reykjavík. Hann lærði innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn 1965-69 og síðan bókmenntir í Kaupmannahöfn og Strasbourg 1969-72. Hann hefur fengist við ýmis önnur störf gegnum tíðina, en frá 1976 hefur hann að mestu helgað sig bókmenntaskrifum og þýðingum. Ólafur Haukur hefur setið í stjórnum og ráðum ýmissa félaga og samtaka. Hann hefur verið formaður Leikskáldafélags Íslands frá 1986, verið varaformaður Rithöfundasambands Íslands, setið í stjórn STEFs á Íslandi frá 1986, gegnt embætti varaforseta Leikskáldanefndar Alþjóðaleiklistarsambandsins frá 1993 o.fl. Ólafur Haukur hefur samið fjölda leikrita fyrir svið, útvarp og sjónvarp sem notið hafa mikilla vinsælda. Nefna má Blómarósir, Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragang, Þrek og tár og Kennarar óskast. Kvikmyndin Ryð (1990) var gerð eftir leikritinu Bílaverkstæði Badda og fyrir skömmu var kvikmyndin Hafið gerð eftir samnefndu leikriti hans. Fyrir utan ljóð og smásögur hefur Ólafur sent frá sér fjölmargar skáldsögur, svo sem Vatn á myllu kölska, Gauragang og Rigningu með köflum. Árið 1997 fékk sakamálasagan Líkið í rauða bílnum frönsk bókmenntaverðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna. Ólafur Haukur hefur þýtt fjölda bóka, leikrita og kvikmynda. Hann hefur sent frá sér fræðibækur og skrifað greinar og smásögur í blöð, tímarit og safnrit hérlendis og erlendis. Einnig hefur hann samið og gefið út á hljómplötum fjölda sívinsælla sönglaga og texta.
Fluga á vegg eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem kom út 2008, hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda. Í Fuglalífi á Framnesvegi, heldur höfundur áfram að ... [meira]
Ungur maður heldur til útlanda í leit að sjálfum sér og tekur upp á því að skrifa vini sínum bréf um það sem á daga hans drífur. Á óborganlegan hátt ... [meira]
Sögusvið þessarar skáldsögu er lítið bæjarfélag við sjávarsíðuna þar sem lífið virðist ganga sinn hversdagslega vanagang. En þegar skyggnst er undir ... [meira]
Skrautlegar persónur, tíðarandi, viðburðir, vinir, óvinir, myndir sem greipast í hugann. Fluga á vegg lýsir uppvaxtarárum ungs drengs í Vesturbæ ... [meira]
Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík berst bréf með dularfullum vísbendingum. Jónas, sem er lausráðinn rannsóknarmaður, er sendur í Litlu-Sandvík til að ... [meira]
Fluga á vegg eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem kom út 2008, hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda. Í Fuglalífi á Framnesvegi, heldur höfundur áfram að ... [meira]
Skrautlegar persónur, tíðarandi, viðburðir, vinir, óvinir, myndir sem greipast í hugann. Fluga á vegg lýsir uppvaxtarárum ungs drengs í Vesturbæ ... [meira]
Unglingabækurnar Gauragangur og Meiri gauragangur slógu í gegn meðal unglinga og upp úr þeim gerði Ólafur Haukur síðar leikrit með söngvum sem sýnd ... [meira]
Vigga er 11 ára og býr ásamt fjölskyldu sinni á níundu hæð í blokk í Hólunum. Vigga hefur frá frá ýmsu að segja. enda er lífið í blokkinni hreint ... [meira]
Safn ljóða sem Ólafur Haukur hefur dregið saman úr ljóðabókum sínum. Ljóðabækurnar Unglingarnir í eldofninum, Má ég eiga við þig orð, Rauði ... [meira]
Vigga er 11 ára og býr ásamt fjölskyldu sinni á níundu hæð í blokk í Hólunum. Vigga hefur frá frá ýmsu að segja. enda er lífið í blokkinni hreint ... [meira]